Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Líst eiginlega alltof vel á þetta“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga.

Fótbolti
Fréttamynd

Ensku þjóðhetjurnar skora á stjórnvöld

Leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara, Englands, hafa skrifað undir opið bréf til verðandi forsætisráðherra Bretlands þar sem skorað er á hann að veita öllum stúlkum í landinu tækifæri til þess að æfa og spila fótbolta í skólum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum

Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok.

Sport
Fréttamynd

Úrúgvæ vill halda HM hundrað árum seinna

Argentína, Paragvæ, Síle og Úrúgvæ hafa sótt um að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2030. Þá verða 100 ár frá fyrsta heimsmeistaramótinu í sögunni sem fór fram í Úrúgvæ 1930.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Axels Óskars dugði skammt

Axel Óskar Andrésson skoraði mark Örebro þegar liðið laut í lægra haldi, 2-1, fyrir Brommapojkarna í sænsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Heimasíðan hrundi er Ljónynjurnar fylltu Wembley

Miðar á fyrirhugaðan vináttuleik Evrópumeistara Englands og heimsmeistara Bandaríkjanna í nóvember seldust upp á innan við sólarhring. Miðar fóru í sölu í dag en heimasíða enska knattspyrnusambandsins höndlaði ekki álagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ten Hag: Óásættanleg hegðun hjá Ronaldo

Hollendingurinn Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, segir ekki ásættanlegt að Cristiano Ronaldo og fleiri leikmenn liðsins hafi farið snemma af æfingaleik liðsins við Rayo Vallecano um liðna helgi.

Fótbolti